Edinborg er falleg borg með afþreyingu við allra hæfi. Margs konar markaðir eru opnaðir á laugardögum og meðal þeirra sýninga sem eru í gangi í listasöfnunum eru Leonardo Da Vinci: A life of drawing, í The Queens Gallery og The Italian Connection, í The City Art Centre. Meðal skoðanaferða sem hægt er að velja um eru Edinborgarkastali, Holyroodhouse höllin, og Wiský og Gin. Þetta er einungis mjög lítið sýnishorn af því sem hægt er að gera þessa fjóra daga í Edinborg. En starfsfólk okkar er það sönn ánægja að aðstoða ykkur með að finna þá afþreyingu sem hentar hverjum og einum.