"UA-129285830-1"

Á slóðir helstu glæpasagna Svíþjóðar

Ferð til Svíþjóðar vorið 2021
(Dagsetningar koma um leið og mögulegt er)

Viltu koma með okkur á slóðir frægustu glæpasagna Svíþjóðar.
Reykjavík Culture Travel býður ferð til Svíþjóðar þar sem farið verður á slóðir helstu glæpasagna Svíþjóðar. Flogið verður með Icelandair til Kastrup í Kaupmannahöfn. Flogið er til baka frá Kastrup.

_________________________________________________________________________________________________________________________________________

Í ferðinni munum við heimsækja Ystad, heimabæ hins fræga lögreglumanns Kurt Wallander en hann er ein þekktasta sögupersóna Hennings Mankell. Í Ystad munum við skoða gamla bæinn og heimsækja Ystad kvikmyndaverið, eitt stærsta kvikmyndaver í Skandinavíu. Í kvikmyndaverinu kíkjum við inn á lögreglustöðina í Ystad eins og hún er í kvikmyndunum og lítum við heima hjá Wallander. Fleiri þekktar sakamálamyndir hafa einnig verið teknar upp í Ystad Studios, svo hver veit nema við rekumst á fleiri þekktar persónur úr hópi norrænna glæpa- og lögreglumanna. Við heimsækjum hinn merka háskólabæ Lund. Í Lundi voru lokasenurnar í mynd Ingmars Bergmans „Villt Jarðarber“ teknar upp. Þá heimsækjum við bæinn Varberg og fáum okkur hádegisverð á Hotell Gästis

Við munum huga að verkum sænsku glæpasagnadrottningarinnar Camillu Läckberg og heimsækja bæinn Fjällbacka. Í Fjällbacka verður farið í gönguferð undir leiðsögn heimamanns um slóðir Ericu Falck einnar af aðalpersónum í bókum Läckberg. Þess má geta að í Fjällbacka eyddi Ingrid Bergman öllum sínum fríum eftir að hún var heimsfræg kvikmyndastjarna. Við munum aka framhjá Kungälv sem tengist sögu Íslands bæði í nútíð og fortíð en þar dvaldi Snorri Sturluson þegar hann skrifaði Heimskringlu, sögu Noregskonunga.

Að lokum verður komið við í Gautaborg en í og við Gautaborg munum við koma inn á hluta af sögusviði bókaflokks Stieg Larsons „Menn sem hata konur“. Í Gautaborg verður einnig frjáls tími sem hægt er að nota í skoðana- eða verslunarferðir að vild áður en farið verður yfir til Kaupmannahafnar og flogið heim.

Leiðsögumaður í þessari ferð er Sigrún R. Ragnarsdóttir. Sigrún hefur starfað við ferðaþjónustu í tæp 15 ár og er kunnug staðháttum í Svíðþjóð þar sem hún bjó í Stokkhólmi um nokkurra ára skeið. Sigrún hefur mikla reynslu tengda bókmenntum, hún er menntaður bókmenntafræðingur og las Pedagogisk drama við Stokkhólmsháskóla. Þá stundaði Sigrún Leiðsögunám við Leiðsöguskólann í Kópavogi, Kennslu og Ferðamálafræði við H.Í og menningarstjórnun við Háskólann á Böfröst. Hún hefur starfað sem framhaldsskólakennari þar sem hún kenndi íslenskar bókmenntir, sá um Sögusetrið á Hvolsvelli í tvö ár og starfaði eitt ár að verkefni tengdu Grettissögu í Húnaþingi.

Fyrir bókanir og fyrirspurnir vinsamlegast sendið okkur email á info@reykjavikculturetravel.is.
Innifalið í verði er:
Flug fram og til baka með Icelandair
Gisting í eina nótt á Hotel Continental í Ystad (þetta er elsta hótelið í Svíþjóð, en Wallander bauð Lindu dóttur sinni þangað í mat á góðum stundum) og tvær nætur á Bohusgården í Uddevalla með morgunverði
Rútuferðir og íslensk leiðsögn allan tímann
Gönguferð um slóðir Wallanders í Ystad og heimsókn í Ystad kvikmyndaverið
1 x hádegisverður á Hotell Gästis
Leiðsögn um Fjällbacka

Verð á mann í tvíbýli og  á mann í einbýli*.

*Verð miðast við gengi  og getur breyst ef umtalsverð breyting verður á gengi.

_________________________________________________________________________________________________________________________________________

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir vinsamlegast sendið tölvupóst á info@reykjavikculturetravel.is.