"UA-129285830-1"

Námskeið í prjóni

Prjónað og náttúrunnar notið um leið

Námskeiðið hefst á einföldu prjóni sem kallað hefur verið „10 lykkju prjón“. Ástæðan fyrir þessari nafngift er að aldrei eru meira en 10 lykkjur á prjóninum, hversu stórt sem hið prjónaða stykki á að vera. Þá verður farið í Fléttuprjón. Fléttuprjónn er gamalt finnskt prjón sem virkar nokkuð flókið í fyrstu en býður upp á marga möguleiki í litameðferð og útfærslum. Þá er möguleiki að fá aðstoð með ókláruð prjónastykki sem erfitt hefur reynst að klára og hvetjum við þátttakendur til að taka þau með.

Kennari: Ása Björk Snorradóttir
Lengd námskeiðs: Þrír dagar samtals 18 klst
Dagsetningar námskeiðs: 6 – 8 ágúst 2020.     
Efni sem þarf að koma með:
• Prjónar nr 4 og garn sem hæfa þeirri prjónastærð (marglitt garn hentar mjög vel).
• Hringprjónar nr. 4 – 5 og garn í þeim grófleika.
• Ókláruð prjónastykki sem hægt er að fá aðstoð með að klára

Dagur 1.

Þátttakendur hafa morguninn til að koma sér á staðinn. (Ef þátttakendur vilja fá auka nótt á hótelinu eða aðstoð við að koma sér á staðinn, vinsamlegast takið það fram við bókun). Námskeið hefst kl 10:00 á fyrsta degi.  Við hefjum námskeiðið á kennslu á einföldu prjóni sem kallað hefur verið „10 lykkju prjón“. Ástæðan fyrir þessari nafngift er að það eru aldrei meira en 10 lykkjur á prjóninum, sama hversu stórt sem hið prjónaða stykki á að vera. Þetta er tiltölulega einfalt prjón sem hentar öllum sem kunna garðaprjón! Hér þarf að taka með prjóna no 4 og garn sem hæfir þeirri prjóna stærð. Hér kemur marglitt garn sérlega vel út.  Hádegisverður er á hótelinu og innifalinn í verði.
Eftir hádegismat verður gengið út í náttúruna og prjónað ef veður leyfir. Námskeiðinu lýkur um 17:00 þennan dag.

Dagur 2.

Eftir morgunmat eða um kl 09:00 hefst prjónakennsla að nýju. Í dag munum við læra fléttuprjón. Fléttuprjón er gamalt finnskt prjón sem er nokkuð flókið í byrjun. Fléttuprjón býður upp á marga mögluleika í litameðferð og útfærslum.
Hér þarf hringprjón no 4-5 og garn í grófleika sem hentar prjónastærðinni. Hádegisverður er á hótelinu og innifalinn í verði. Eftir hádegi munum við fara út í náttúruna og prjóna ef veður leyfir. Námskeiðinu lýkur um 17:00 þennan dag.

Dagur 3.

Eftir hádegisverð eða um kl 09:00 heldur námskeiðið áfram. Farið verður nánar í þau atriði sem þegar hefur verið tekið fyrir á námskeiðinu og verkefni kláruð. Þá gefst þátttakendum kostur á að koma með ókláruð verkefni og fá aðstoð til að klára þau.

Hádegisverður er á hótelinu og innifalinn í verði. Námskeiðið heldur áfram eftir hádegi og lýkur um kl 15:00. Síðasta klukkustundin á námskeiðinu verður notuð til að fara yfir dagskrá og árangur námskeiðsins.

Innifalið í verði:

 • Gisting: Tvær nætur á Hótel Bifröst í eins eða tveggja manna herbergjum.
 • Matur: Morgunmatur tvo morgna og þrír hádegisverðir. Kvöldverður er ekki innifalinn en hægt er að panta kvöldverð á hótelinu eftir eigin óskum. Upplýsingar um matseðil má sjá á heimasíðu hótelsins https://hotelbifrost.com/is/veitingastadur/
 • Kennari: Ása Björk Snorradóttir lauk kennaranámi frá myndlistadeild MHÍ 1981 og síðar eins árs viðbótarnámi frá almennri smíðakennaradeild Dansk Slöjdlærerskole. Þar  lagði hún áherslu á silfursmíði víkingatímans, leirmótun, tálgun, gerð leikfanga og eldsmíði. Þá lauk hún leiðsögumannsprófi og meiraprófi 2004. Ása hefur unnið sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna á Íslandi.
  Ása Björk vann sem myndlistakennari frá 1981 til 2014. Þá vann hún einnig sem handavinnukennari og leiðbeinandi undir stjórn iðjuþjálfa um tíma.
  Ása Björk hefur haldið námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðið fólk. Einnig fyrir sérhópa eins og leikskólakennara og kennara í ýmiskonar handverki. Meðal námskeiða sem Ása hefur haldið má nefna myndvefnaðarnámskeið, myndprjónsnámskeið, leirmótun, teiknun og málun, vatnslitun og körfugerð.
  Listir og handavinna af öllu tagi, og þá ekki síst prjón, hefur verið hennar aðaláhugamál frá barnæsku ásamt ferðalögum og náttúru Íslands og sögu.

Ekki innifalið í verði:

 • Drykkir: Ekki innifaldir
 • Öll þjónusta utan þeirrar er nefnd er hér fyrir ofan í innifalið
Efni sem þarf að koma með:
• Prjónar nr 4 og garn sem hæfa þeirri prjónastærð (marglitt garn hentar mjög vel).
• Hringprjónar nr. 4 – 5 og garn í þeim grófleika.
• Ókláruð prjónastykki sem hægt er að fá aðstoð með að klára

Verð:

Á mann í tveggja manna herbergi frá ISK 58.000

Á mann í eins manns herbergi frá ISK 73.000

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir vinsamlegast hafið samband á netfanginu info@reykjavikculturetravel.is.