"UA-129285830-1"

Lærðu að mála í Borgarfirði

Náttúran í lit

Á námskeiðinu verður farið yfir hagnýtar undirstöður í myndlist með áherslu á Plain Air landslagsmálun. Tekið verður fyrir myndbygging, litafræði, speglun og gegnsæi.

Kennari: Ásgeir Jón Ásgeirsson
Lengd námskeiðs: Þrír dagar samtals 18 klst
Dagsetning námskeiðs: 6 – 8 ágúst 2020.     
Efni sem þarf að koma með: Efnislista verður úthlutað eftir bókun

Dagur 1.

Þátttakendur hafa morguninn til að koma sér á staðinn. (Ef þátttakendur vilja fá auka nótt á hótelinu eða aðstoð við að koma sér á staðinn, vinsamlegast takið það fram við bókun)

Námskeið hefst kl. 10:00 á fyrsta degi. Kynning á Plein Air landslagsmálun, myndbyggingu og litafræði. Eftir hádegismat verður sýnikennsla, mótíf valin, uppsetning og tímastjórnun. Námskeiðinu lýkur um 17:00 þennan dag.

 
Dagur 2.
Eftir morgunmat heldur námskeiðið með landslagsmálun og jafnvel málað eitthvað úti ef veður leyfir. Tekið verður hádegishlé og síðan haldið áfram með landslagsmálun, farið yfir verk og lagfæringar til 17:00.
 
Dagur 3.
Og á lokadegi námskeiðsins verður farið í ljós og áferð efna, speglun og gegnsæi. Eftir hádegisverð verður farið frekar í landslagsmálun með leiðbeinenda og í þetta skiptið verða sjávarsenur teknar fyrir.  Námskeiðinu lýkur um 15:00 en síðasta klst verður notuð til að fara yfir dagskrá og árangur námskeiðsins.
 

Innifalið í verði:

  • Gisting: Tvær nætur á Hótel Bifröst í eins eða tveggja manna herbergjum.
  • Matur: Morgunmatur tvo morgna og þrír hádegisverðir. Kvöldverður er ekki innifalinn en hægt er að panta kvöldverð á hótelinu eftir eigin óskum. Upplýsingar um matseðil má sjá á heimasíðu hótelsins https://hotelbifrost.com/is/veitingastadur/
  • Kennari: Ásgeir Jon Asgeirsson er atvinnulistmálari og reyndur kennari. Hann leiddi teymi hjá CCP í gegnum stórar grafík breytingar á tölvuleiknum EVE online. En tölvuleikurinn fékk á þeim tíma fjölda viðurkenninga og umbuna. Þá ber Ásgeir Jón ábyrgð á hönnun og myndlistarstjórnun tölvuleiksins Starborne (4X MMO-RTS leikur). Ásgeir Jón er menntaður frá MHÍ og tók eitt auka ár í skiptinámi í Hogeschool Voor de Kunsten Utrecht. Hann er með BA í myndlist og málun. Þá hefur Ásgeir Jón tekið þátt í fjölda sýninga og má þá helst nefna: 2016  VÆTTIR (Spirits) — Sjávarklasinn, 2002  NEO NAIVE — Gallerý Skuggi og 1998 Málverk í 4D – Ráðhúskaffi.

Ekki innifalið í verði:

  • Drykkir: Ekki innifaldir
  • Ferðir sem farnar eru á meðan á námskeiði stendur.
  • Öll þjónusta utan þeirrar er nefnd er hér fyrir ofan
* Vinsamlegast athugið að efni, áhöld og efniskostnaður er mismunandi á milli námskeiða.

Verð:

Á mann í tveggja manna herbergi frá ISK 65.900

Á mann í eins manns herbergi frá ISK 80.000

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir vinsamlegast hafið á netfangið info@reykjavikculturetravel.is.