Dagur 1.
Þátttakendur hafa morguninn til að koma sér á staðinn. (Ef þátttakendur vilja fá auka nótt á hótelinu eða aðstoð við að koma sér á staðinn, vinsamlegast takið það fram við bókun)
Námskeið hefst kl. 10:00 á fyrsta degi. Kynning á Plein Air landslagsmálun, myndbyggingu og litafræði. Eftir hádegismat verður sýnikennsla, mótíf valin, uppsetning og tímastjórnun. Námskeiðinu lýkur um 17:00 þennan dag.
Dagur 2.
Eftir morgunmat heldur námskeiðið með landslagsmálun og jafnvel málað eitthvað úti ef veður leyfir. Tekið verður hádegishlé og síðan haldið áfram með landslagsmálun, farið yfir verk og lagfæringar til 17:00.
Dagur 3.
Og á lokadegi námskeiðsins verður farið í ljós og áferð efna, speglun og gegnsæi. Eftir hádegisverð verður farið frekar í landslagsmálun með leiðbeinenda og í þetta skiptið verða sjávarsenur teknar fyrir. Námskeiðinu lýkur um 15:00 en síðasta klst verður notuð til að fara yfir dagskrá og árangur námskeiðsins.