"UA-129285830-1"

Fjölbreytt námskeið í Borgarfirði í sumar.

Viltu auka færnina í þínu áhugamáli.

Við bjóðum upp á tveggja nátta dvöl á Hótel Bifröst þar sem farið er yfir helstu atriðin sem gera þig enn hæfari í þínu áhugamáli undir handleiðslu okkar hæfu leiðbeinenda. Námskeiðin sem við bjóðum upp á í sumar eru listmálun, tónlist, prjón, skák og bridge. Námskeiðin standa yfir í þrjá daga, gisting í tvær nætur.

Námskeiðin eru tilvalin fyrir einstaklinga, hjón, fjölskyldur eða vini sem deila eða deila ekki sama áhugamáli þar nokkur mismunandi viðfangsefni eru boði á hverjum tíma.

Verið velkomin í Borgarfjörðinn fallega þar sem við bjóðum upp á áhugaverð námskeið sem auka færni þína á þínu áhugamáli. Dvalið er á Hótel Bifröst og er hádegismatur og leiðsögn innifalin. Lágmarksfjöldi eru 7 þátttakendur á hvert námskeið fyrir sig.

Námskeiðin henta öllum, byrjendum sem og lengra komnum. Megináhersla er lögð á að hver og einn nái að skerpa á þekkingu sinni og öðlast þannig betri færni í sínu áhugamáli.

Námskeiðin eru haldin  6. – 8. ágúst 2020.        

Við bjóðum einnig maka, fjölskyldur og vini sem ekki hafa áhuga á að fara á námskeiðin velkomna með. Hægt er að fá pakka sem innihalda einungis gistingu og hádegisverð. Þessir pakkar eru upplagðir fyrir þá sem vilja njóta þess sem nærumhverfi hótelsins hefur að bjóða.

Dagur 1.

Þátttakendur mæta á Hótel Bifröst að morgni fyrsta dags námskeiðsins. (Möguleiki er á því að bæta við auka nótt á hótelinu eða fá aðstoð við að koma sér á staðinn að morgni dags 1).

Námskeiðin hefjast síðan öll um kl. 10 þar sem farið er yfir hvers ber að vænta á námskeiðunum, hæfileikar hvers og eins skoðaðir og metið á hverju þarf að skerpa. Eftir hádegismat halda námskeiðin síðan áfram fram eftir degi.

 
Dagur 2.
Eftir morgunmat halda námskeiðin áfram með misjöfnu ívafi eftir því um hvaða námskeið er að ræða. Ef veður og áhugamál leyfir verður farið út í náttúruna og hennar notið með áhugamálinu.
 
Dagur 3.
Og á lokadegi námskeiðsins verður haldið áfram með hvert námskeið fyrir sig.
Við námskeiðslok verður farið yfir árangur og dagskrá námskeiðsins.
 

Vinsamlegast athugið að hvert námskeið fyrir sig er mismunandi og dagskráin þar af leiðandi.

Fyrir bókanir og frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við okkur á netfangið info@reykjavikculturetravel.is.

Innifalið í verði:

  • Gisting: Tvær nætur á Hótel Bifröst í eins eða tveggja manna herbergjum.
  • Matur: Morgunmatur tvo morgna og þrír hádegisverðir. Kvöldverður er ekki innifalinn en hægt er að panta kvöldverð á hótelinu eftir eigin óskum. Upplýsingar um matseðil má sjá á heimasíðu hótelsins https://hotelbifrost.com/is/veitingastadur/
  • Kennsla: Sérhæfðir leiðbeinendur í hverju fagi fyrir sig. Kennslutímar samtals 18 klst á hverju námskeiði.

Ekki innifalið í verði:

  • Drykkir: Ekki innifaldir
  • Öll þjónusta utan þeirrar er nefnd er hér fyrir ofan
* Vinsamlegast athugið að efni, áhöld og efniskostnaður er mismunandi á milli námskeiða.

Verð:

Á mann í tveggja manna herbergi frá ISK 58.000

Á mann í eins manns herbergi frá ISK 73.000

TAKTU FJÖLSKYLDUNA MEÐ OG NJÓTIÐ SAMVERUNAR, ÞVÍ MEÐAN ÞÚ SÆKIR NÁMSKEIÐ NJÓTA ÞAU ALLS ÞESS SEM NÁGRENNIÐ HEFUR UPPÁ AÐ BJÓÐA:
Borgarfjörðurinn hefur upp á óteljandi afþreyingjamöguleika að bjóða svo ekki sé talað um allar náttúruperlurnar. Golf, reiðtúrar, gönguferðir, sundlaugar, náttúrulaugar, hellaskoðun, fjöruferðir og jöklaferðir svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekkert til fyrirstöðu að taka maka, félaga eða jafnvel alla fjölskylduna með sér. Í nágrenni Hótel Bifrastar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og ætti engum að leiðast. Við bjóðum við á pakka sem einungis innifelur gistingu með morgunverði og hádegisverð í þrjá daga.
Verð frá ISK 36.900
(Fyrir tilboð fyrir fjölskyldur vinsamlegast hafið samband við okkur á netfangið info@reykjavikculturetravel.is).

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir vinsamlegast hafið samband á info@reykjavikculturetravel.is.

Prjónað í náttúrunni

Námskeiðið hefst á einföldum prjón "10 lykkju prjón". Þá verður farið í "Fléttuprjón" og að endingu gefst tækifæri til að klára ókláruð prjónastykki.
Verð frá 71.900

Náttúran í lit

Á námskeiðinu verður farið yfir hagnýtar undirstöður í myndlist með áherslu á Plein Air landslagsmálun. Tekið verður fyrir myndbygging, litafræði, speglun og gegnsæi.
Verð frá 71.900

Skáknámskeið

Námskeiðið er hugsað fyrir alla áhugasama skákmenn. Farið verður yfir mannganginn, helstu reglur og útfærslur. Þátttakendur munu tefla hvort við annað í bland við létta kennslu.
Verð frá 71.900.

Tekið í Bridge

Á þessu þriggja daga námskeiði verður farið yfir leikreglur Bridge, Standardsagnkerfið kynnt til sögunnar og kennda helstu sagnir sem koma koma fólki af stað til að spila.
Verð frá 71.900