"UA-129285830-1"

Námskeið í Bridge

Fyrir alla áhugamenn í Bridge.

Á þessu þriggja daga námskeiði verður farið yfir leikreglur bridge. Þá verður Standardsagnkerfið kynnt til sögunnar og kenndar verða helstu sagnir sem koma koma fólki af stað til að spila. Þátttakendur munu fá að spreyta sig á námskeiðinu en spilað verður á milli kynninga.

Kennari: Gunnar Björn Helgason
Lengd námskeiðs: Þrír dagar samtals 18 klst
Dagsetning námskeiðs:   6 – 8 ágúst 2020.    

Dagur 1.

Þátttakendur hafa morguninn til að koma sér á staðinn. (Ef þátttakendur vilja fá auka nótt á hótelinu eða aðstoð við að koma sér á staðinn, vinsamlegast takið það fram við bókun). Námskeið hefst kl 10:00 á fyrsta degi. Við hefjum námskeiðið á að fara yfir leikreglur í Bridge. Hádegisverður er á hótelinu og innifalinn í verði. Eftir hádegi verður svo farið yfir opnanir á litasögn í Standardsagnkerfinu. Spilamennska verður vafin inn á milli kynninga á námsefninu. 
Námskeiðinu lýkur um 17:00 þennan dag.

 

Dagur 2.
Eftir morgunmat eða um kl 09:00 hefst námskeiðið að nýju. Haldið verður áfram að fara yfir opnanir á litasögn fyrstu sagnir svarhandar verða kynntar.  En eins og fyrri daginn verður spilamennska á milli kynninga. Hádegisverður er á hótelinu og innifalinn í verði.
Námskeiðinu lýkur um 17:00 þennan dag.
 
Dagur 3.

Eftir morgunmat eða um kl 09:00 heldur námskeiðið áfram. Farið verður yfir opnanir á grandi og svör við því. Spilamennska verður á milli kynninga. Hádegisverður er á hótelinu og innifalinn í verði.
Námskeiðinu lýkur um kl 15:00.

 

Innifalið í verði:

  • Gisting: Tvær nætur á Hótel Bifröst í eins eða tveggja manna herbergjum.
  • Matur: Morgunmatur tvo morgna og þrír hádegisverðir. Kvöldverður er ekki innifalinn en hægt er að panta kvöldverð á hótelinu eftir eigin óskum. Upplýsingar um matseðil má sjá á heimasíðu hótelsins https://hotelbifrost.com/is/veitingastadur/
  • Kennsla: Gunnar Björn Helgason er fyrrum landsliðsþjálfari yngri spilara. Hann varð Íslandsmeistari í tvímenning árið 2014. Auk þess hefur hann unnið fjölda Íslandsmeistaratitla í yngri flokkum. Hann hefur keppt fyrir hönd Íslands í yngri landsliðum. Undanfarið hefur hann starfað sem kennari í Bridgeskóla Íslands. Gunnar er stjórnarmaður í Bridgesambandi Íslands.

Ekki innifalið í verði:

  • Drykkir: Ekki innifaldir
  • Ferðir sem farnar eru á meðan á námskeiði stendur.
  • Öll þjónusta utan þeirrar er nefnd er hér fyrir ofan.

Verð:

Á mann í tveggja manna herbergi frá ISK 58.000

Á mann í eins manns herbergi frá ISK 73.000

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir vinsamlegast hafið samband á netfangið info@reykjavikculturetravel.is.