Dagur 1.
Þátttakendur hafa morguninn til að koma sér á staðinn. (Ef þátttakendur vilja fá auka nótt á hótelinu eða aðstoð við að koma sér á staðinn, vinsamlegast takið það fram við bókun). Námskeið hefst kl 10:00 á fyrsta degi. Við hefjum námskeiðið á að fara yfir leikreglur í Bridge. Hádegisverður er á hótelinu og innifalinn í verði. Eftir hádegi verður svo farið yfir opnanir á litasögn í Standardsagnkerfinu. Spilamennska verður vafin inn á milli kynninga á námsefninu.
Námskeiðinu lýkur um 17:00 þennan dag.
Dagur 2.
Eftir morgunmat eða um kl 09:00 hefst námskeiðið að nýju. Haldið verður áfram að fara yfir opnanir á litasögn fyrstu sagnir svarhandar verða kynntar. En eins og fyrri daginn verður spilamennska á milli kynninga. Hádegisverður er á hótelinu og innifalinn í verði.
Námskeiðinu lýkur um 17:00 þennan dag.
Dagur 3.
Eftir morgunmat eða um kl 09:00 heldur námskeiðið áfram. Farið verður yfir opnanir á grandi og svör við því. Spilamennska verður á milli kynninga. Hádegisverður er á hótelinu og innifalinn í verði.
Námskeiðinu lýkur um kl 15:00.