"UA-129285830-1"

Söngnámskeið með Jóni Þorsteinssyni

Reykjavík Culture Travel býður upp á fjögurra daga námskeið með Jóni Þorsteinssyni tenórsöngvara og söngkennara á Bifröst í Borgarfirði. Jón er vel þekktur söngkennari og hefur leiðbeint fjölda söngvara varðandi söng, raddbeitingu og túlkun. Þá kenndi Jón við Tónlistarháskólann í Utrecht í tíu ár.

Í tónlistarkennslu sinni styðst Jón við svokallaða Lichtenbergeraðferðafræði um uppruna hljóms í mannslíkamanum. Þetta er starfræn aðferð sem þróuð hefur verið í Lichtenberg í Þýskalandi. Aðferðin gengur út á algjöra og eðlislæga þróun raddarinnar sem hljóms og aðgreiningu hljóms og tóns án þess að utanaðkomandi truflun hafi of mikil áhrif. Einnig verður fjallað um kennslufræði Lampertis og Piero Tosi sem og Johanns Friedrichs Agricola. Boðið verður upp á hóptíma og fyrirlestra auk þjálfunar. Lágmarksfjöldi er 11 þátttakendur.

Meðleikari á námskeiðinu verður Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari. Guðrún Dalía kemur reglulega fram sem einleikari, í kammermúsík og ekki síst sem meðleikari söngvara. Hún stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Stuttgart 2007. Síðar stundaði hún framhaldsnám í París. Guðrún hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga og leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Út hafa komið tveir söngdiskar með leik hennar, Sönglög Jórunnar Viðar með Helgu Rós Indriðadóttur og Gekk ég aleinn, lög Karls Ottós Runólfssonar með KÚBUShópnum. Guðrún Dalía starfar sem meðleikari við Tónlistarskóla Garðabæjar.

Dagsetning námskeiðsins:  25. – 28. júní 2020

Við bjóðum maka, fjölskyldur og vini sem ekki ætla að sækja námskeiðið velkomna með. Hægt er að fá pakka sem innihalda einungis gistingu. Þessir pakkar eru upplagðir fyrir þá sem vilja njóta þess sem nærumhverfi hótelsins hefur að bjóða.

Dagur 1.

Þátttakendur mæta á Hótel Bifröst seinnipart 25. júní en námskeiðið hefst með yfirlitsfundi kl 20:00. (Kvöldverður er ekki innifalinn en hægt er að kaupa hann sérstaklega hjá hótelinu). Dagskrá kvöldsins stendur til kl 22:00.

 
Dagur 2.
Eftir morgunmat eða um 09:30 heldur námskeiðið áfram og stendur til 17:30. Hlé verður gert á námskeiðinu í hádeginu eða á milli 12:00 og 14:30 og er léttur hádegisverður innifalinn í verði.
 
Dagur 3.
Eftir morgunmat eða um 09:30 heldur námskeiðið áfram og stendur til 17:30. Hlé verður gert á námskeiðinu í hádeginu eða á milli 12:00 og 14:30 og er léttur hádegisverður innifalinn í verði.
 
Dagur 4.
Á þessum síðasta degi námskeiðsins hefst dagurinn kl 09:30 og lýkur námskeiðinu um 15:00. En gert verður hádegishlé á milli 12:00 og 13:30 og er léttur hádegisverður innifalinn í verði.

Fyrir bókanir og frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við okkur á netfanginu info@reykjavikculturetravel.is.

Innifalið í verði:

  • Gisting: Þrjár nætur á Hótel Bifröst í eins eða tveggja manna herbergjum.
  • Matur: Morgunmatur og hádegismatur er innifalinn í verði en kvöldverð er hægt að panta á hótelinu eftir eigin óskum. Upplýsingar um matseðil má sjá á heimasíðu hótelsins http://www.hotelbifrost.is/is/veitingar/.
  • Kennsla: Jón Þorsteinsson

Ekki innifalið í verði:

  • Drykkir: Ekki innifaldir
  • Öll þjónusta utan þeirrar er nefnd er hér fyrir ofan

Verð:

Á mann í tveggja manna herbergi frá ISK 86.800

Á mann í eins manns herbergi frá ISK 99.900

Þátttakendur geta einnig notið kyrrðarinnar í Borgarfirðinum sem og náttúrunnar auk þess að njóta góðs félagsskapar í dásamlegu umhverfi.
Ath. fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

ÞÚ GETUR TEKIÐ MAKA, VIN EÐA ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÞÓ ÞAU SÆKI EKKI NÁMSKEIÐIÐ:
Borgarfjörðurinn hefur upp á óteljandi afþreyingarmöguleika að bjóða, svo ekki sé talað um allar náttúruperlurnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka maka, félaga eða jafnvel alla fjölskylduna með sér. Í nágrenni Hótel Bifrastar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og ætti engum að leiðast. Við bjóðum upp á pakka sem  innifelur einungis gistingu með morgunverði og hádegisverð í þrjá daga.
Verð frá ISK 29.900
(Fyrir tilboð fyrir fjölskyldur vinsamlegast hafið samband við okkur á netfangið info@reykjavikculturetravel.is).

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir vinsamlegast hafið samband á info@reykjavikculturetravel.is.

Í umsókn þarf að koma fram:
Nafn:
Kennitala:
Netfang:
Símanúmer:
Söngkennari og/eða skóli:
Tónlistarnám og reynsla:

Ath. Námskeiðið gæti verið styrkhæft hjá þínu stéttarfélagi