"UA-129285830-1"

Umhverfi Hótel Bifrastar

Í Borgarfirðinum eru endalausir möguleikar til afþreyingar og náttúruperlurnar í nágrenni Hótel Bifrastar eru engu líkar. Listinn hér fyrir neðan er engan veginn tæmandi en ef frekari upplýsinga er þörf vinsamlegast hafið samband við okkur á netfangið info@reykjavikculturetravel.is

Göngu – og hjólaleiðir
Mjög margar göngu- og hjólaleiðir er að finna í nágrenni Hótel Bifrastar. Umhverfið sem er fjölbreytt býður upp á marga möguleika. Þræða má krákustíga í hrauninu, rölta meðfram Norðuránni, fara í skógargöngu í Jafnaskarðsskóg eða ganga á Grábrók.

Göngukort í nágrenni Hótel Bifrastar.

Golfvöllurinn Glanni
Níu holu golfvöllurinn Glanni er í göngufæri við Hótel Bifröst. Golfvöllurinn þykir með skemmtilegustu og fegurstu golfvöllum landsins. Völlurinn hentar bæði byrjendum sem vönum golfurum.

Golfvöllurinn Húsafelli
Golfvöllurinn á Húsafelli er 9 holuvöllur sem liggur meðfram bökkum Kaldár og Stuttár. Það sem er gerir völlinn spennandi er að víða liggja brautirnar við vatn og aldrei er langt í skóginn þannig að áskoranirnar eru margar og fjölbreyttar. 

Knattvellir
Lítill gervigrasvöllur er staðsettur við hlið Hótel Bifrastar. Kjörin afþreyingar aðstaða fyrir unga jafnt sem aldna. Þá eru einnig körfubolta- og frisbí-golfvellir við hlið hótelsins.

Sundlaugar og böð

 • Varmalandssundlaug er staðsett í um það bil 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hótel Bifröst. Um er að ræða útisundlaug með heitum pottum.
 • Krauma Spa eru náttúrulaugar við Deildartunguhver einn vatnsmesta hvers í Evrópu. Um hálftíma akstur er frá Bifröst í Kraumu.
 • Í Húsafelli sem er í tæplega klukkustundar fjarlægð frá Hótel Bifröst er heilsulind. Þar er hægt að velja á milli fjögurra einstakra baðlauga sem allar eru með mismunandi hitastigi. 
 • Giljaböðin – ferð í Giljaböðin er einstök gönguferð í stórkostlegri náttúru sem endar með slökun í náttúruböðum í tignarlegum gljúfrum.
 • Sundlaugin í Borgarnesi er staðsett í Íþróttamiðstöðinni sem er í miðju Borgarnes og er í tæplega hálftíma akstursfjarlægð frá Bifröst. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum.

Hestaleigur

 • Sturlureykir er fjölskyldurekinn hestabúgarður í tæplega hálftíma fjarlægð frá Hótel Bifröst. Þar er boðið upp á reiðnámskeið, reiðtúra og heimsóknir í hesthúsin.
 • Oddsstaðir eru í u.þ.b klukkustundar fjarlægð frá Bifröst.
 • Giljar hestar og hannyrðir bjóða upp á þægilegar hestaferðir í nágrenni bæjarins. Ferðirnar henta bæði byrjendum og lengra komnum. Giljar eru í tæplega klukkustundar fjarðlægð frá Bifröst. Á bænum er einnig að finna myndlistarstúdíó Josefina Morell.

Áhugaverðar dagsferðir, heils og hálfs í nágrenninu.

 • Reykholt – einn merkasti sögustaður landsins sér í lagi þar sem hann var búsetustaður Snorra Sturlusonar 1206 – 1241. Þar er að finna forna laug, Snorralaug þar sem Snorri er talinn hafa setið og hvílt sig frá skrifum. Snorrastofa í Reykholti býður upp á sýningar, leiðsögn og fyrirlestra.
 • Deildartunguhver – einn vatnsmesti hver í Evrópu. Hverinn gefur skýra mynd um þá ógnarorku sem býr í jörðinni en kraumandi hverinn spúir upp 180 lítrum af 100° heitu vatni á sekúndu.
 • Barnafoss / Hraunfossar –  ótal tærar fossandi lindir staðsettar í nágrenni Húsafells.
 • Húsafell dásamleg náttúruperla sem inniheldur margskonar afþreyingarmöguleika
 • Sögustaðir Eglu – bærinn Borg á Mýrum er einn merkasti sögustaður miðalda. Skalla-Grímur reisti bæinn en hann nam land í Borgarfirði.
 • Veiðivötn og ár eru óteljandi í Borgarfirðinum og ættu allir að geta fundið stað við sitt hæfi.
 • In to the Glacier – heimsókn inn í einn stærsta manngerða íshelli í heimi.
 • Steðji Bjór – brugghús Steðja er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 2012.

Borgarnes:

 • Landnámssetrið – sýningar um landnámið og og Egilssögu.
 • Englendingavík – Dásamlegur veitingastaður staðsettur við hafið.
 • Bjössaróló – leikvöllur hannaður af Birni Guðmundssyni sem hafði mikinn áhuga á endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent og nýttist ekki lengur.
 • Einkunnir – skógrækt sem dregur nafn sitt af þremur klettaborgum sem rísa upp af mýrlendi sem er skammt fyrir ofan Borgarnes. Klettaborgirnar sem svæðið er kennt við sjást víða að.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir vinsamlegast hafið samband á info@reykjavikculturetravel.is.