"UA-129285830-1"

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Edinborg

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Edinborg 14. – 18. febrúar 2019

Sinfóníuhljómsveit Íslands leggur land undir fót og heldur í tónleikaferð til Bretlands í 8.-16. febrúar 2020 með hljómsveitarstjóranum Yan Pascal Tortelier. Lokatónleikar ferðarinnar verða í hinu glæsilega tónlistarhúsi Usher Hall í Edinborg þar sem hin suður-kóreska Yeol Eum Son leikur píanókonsert fyrir vinstri með hljómsveitinni. Með í ferðinni verður staðartónskáld hljómsveitarinnar, Anna Þorvaldsdóttir, en verk hennar Aeriality hljómar á öllum tónleikum ferðarinnar.

Reykjavík Culture Travel mun fylgja hljómsveitinni eftir og býður upp á pakkaferð til Edinborgar á tónleikana í Usher Hall í samvinnu við Vinafélag hljómsveitarinnar.
Flogið verður með Icelandair til Glasgow þar sem lent er þann 14. febrúar kl 10:10. Þaðan verður farið með rútu til Edinborgar sem tekur rúma klst. Flogið í heim frá Glasgow 18. febrúar kl. 12:30.
Gist verður á Mercure Edinburgh Haymarket Hotel. Mercure er fjögurra stjörnu hótel staðsett um einn kílómeter frá tónleikahúsinu Usher Hall. Í boði er gisting í eins og tveggja manna herbergjum.
Fyrir bókanir og fyrirspurnir vinsamlegast sendið okkur email á info@reykjavikculturetravel.is.

Verð:

  • 122. 000 kr. á mann í tvíbýli (ef bókað er fyrir 8. janúar 2020). 135.000 á mann í tvíbýli (ef bókað er eftir 8. janúar 2020)*
  • 152.000 kr. á mann í einbýli (ef bókað er fyrir 8. janúar 2020) 160.000 kr. á mann í einbýli (ef bókað er eftir 08. janúar 2020.)*

*Verð miðast við gengi 10. desember 2019 og getur breyst ef umtalsverð breyting verður á gengi.

Innifalið í verði :

  • Flug fram og til baka með Icelandair
  • Ferðir til og frá flugvellinum í Glasgow og á Mercure hótelið
  • Gisting í fjórar nætur á Mercure 4* hótel með morgunverði
  • Miðar á besta stað á tónleikum Sinfoníuhljómsveitar Íslands í Usher Hall
  • Skoðunarferð um Usher Hall fyrir tónleikana
  • Starfsmaður Reykjavík Culture Travel á staðnum meðan á ferðinni stendur

Edinborg er falleg borg með afþreyingu við allra hæfi. Margs konar markaðir eru opnaðir á laugardögum og meðal þeirra sýninga sem eru í gangi í listasöfnunum eru Leonardo Da Vinci: A life of drawing, í The Queens Gallery og The Italian Connection, í The City Art Centre. Meðal skoðanaferða sem hægt er að velja um eru Edinborgarkastali, Holyroodhouse höllin, og Wiský og Gin. Þetta er einungis mjög lítið sýnishorn af því sem hægt er að gera þessa fjóra daga í Edinborg. En starfsfólk okkar er það sönn ánægja að aðstoða ykkur með að finna þá afþreyingu sem hentar hverjum og einum.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir vinsamlegast sendið tölvupóst á info@reykjavikculturetravel.is.