"UA-129285830-1"

Íslenska óperan á Armel óperuhátíðinni í Búdapest

29. júní - 4. júlí 2019

Reykjavík Culture Travel hefur skipulagt ferð til Búdapest í tilefni þess að Íslenska óperan tekur í fyrsta skipti þátt í Armel óperuhátíðinni. Framlag Íslensku Óperunnar og opnunarsýning hátíðarinnar er óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason. Flug (handfarangur og ferðataska 32 kg innifalið), gisting á 5* hóteli með morgunmat, miðar á óperu og ýmislegt fleira spennandi innifalið, þetta er ferð í hæsta gæðaflokki.

Fyrir fyrirspurnir og bókanir vinsamlegast hafið samband á netfanginu bookings@reykjavikculturetravel.is eða í síma 519 5110.

Ungverjaland minnir um margt á Ísland. Landið er minna en 100.000 km2, tungumálið er ekki talað annars staðar í heiminum og þjóðlagatónlist þeirra er einstök. Ungverjaland hefur verið hluti af Evrópu í yfir 1.100 ár. Landið er vínsæll áfangastaður vegna fjölbreyttrar menningar og fallegrar náttúru.
Höfuðborg Ungverjalands, Búdapest, „Perla Dónár”, skartar dásamlegri náttúrufegurð, fjölbreyttu menningarlífi og hafa nokkrir staðir innan borgarinnar verið útnefndir á Heimsmynjaskrá UNESCO. Borgin stendur á einstökum stað við Dóná og er henni skipt í tvo hluta, Búda, eldri hluta borgarinnar sem stendur í hlíð vestan árinnar og Pest. Búda hefur að geyma margar stórkostlegar byggingar, listaverk og sögulegar minjar. Þar á meðal er Kastalahverfið, sem gnæfir yfir borgina, hin stórkostlega Matthíasarkirkja og Fishermans Bastion virki frá aldamótum en þar er frábært útsýni yfir Pest sem byggð er á sléttunni austan megin árinnar. Í Pest eru hins vegar verslunarhverfi, leikhús og Ríkisóperan. Þar blómstrar menningarlífið, hið fræga Hetjutorg er þar að finna og Þinghúsið sem er þriðja stærsta þinghúsið í Evrópu.

Gist verður á Sofotel Budapest Chain Bridge, fimm stjörnu hóteli í hjarta Búdapest og er morgunverður innifalinn. Sofotel Búdapest er fagurlega hannað með frönsku ívafi og inni á hótelinu er meðal annars Swarovski gosbrunnur og flugvél sem hangir í loftinu. Hótelið er staðsett á stórkostlegum stað og státar af útsýni yfir hina frægu Chain Bridge. Í nágrenni hótelsins má finna ána Dóná, Alþingishúsið, Ríkisóperuhúsið og Kastala. Á hótelinu er lúxus heilsulind með sundlaug og gufubaði, fransk-ungverskum veitingastað með opnu eldhúsi og glæsilegum bar. Öll herbergin eru með útsýni yfir borgina, en hægt er að fá herbergi með útsýni yfir Dóná gegn gjaldi og þarf að biðja sérstaklega um það.

Dagur 1. (29. Júní)
Flogið verður með Wizz Air til Budapest 29. júní og er brottför frá Keflavík 10:30. Eftir lendingu í Budapest um 17:00 er ca. 40 mín. akstur á hótelið. Þegar búið er að innrita á hótelið er frjáls tími þar sem eftir er kvölds.

Dagur 2. (30. Júní)
Eftir morgunverð á hótelinu tekur við heils dags skoðunarferð þar sem aðal áherslan verður á ungverska matar- og vínmenningu.
Þegar talað er um vín og vínrækt í Ungverjalandi er yfirleitt minnst á Etyek og nágrenni ásamt héruðunum Tokaj, Eger and Badacsony. En það sem færri vita er að vínrækt hefur verið í Etyek alveg síðan um 1880, þegar bændur í Etyek plöntuðu á meira en 400 hektara. Þrátt fyrir þessa staðreynd er Etyek eitt yngsta vínhéraðið í landinu. Etyek er í um 45 mínútu akstursfjarlægð frá höfuðborginni.

Í Etyek vínhéraðinu munum við heimsækja Hernyák vínræktina. Þetta fjölskyldurekna fyrirtæki er staðsett á Öreghegy hæðinni með dásamlegu útsýni yfir Buda. Í víngerðinni munu gestir fræðast um það sem gerist á bak við tjöldin, smakka á framleiðslunni og fá hádegismat.
Þá verður einnig farið í heimsókn til skinkumeistarans eða “Gammon-master” og þar fáum við að smakka á skinku sem framleidd er í Etyek og tekur framleiðslan allt að ári. Eigandinn býr í dásamlegu umhverfi í miðju vínhéraðinu og er staðurinn er innréttaður gömlum húsgögnum, myndum af brosandi forfeðrum, gömlum pottum og kertastjökum. Dásamleg nostalgía í hverju horni.
Eftir áhugaverðan dag er hópnum skilað aftur á hótelið.

Um kvöldið er einkasamkvæmi hópsins þar sem á boðstólnum er 4 rétta hátíðarkvöldverður.
Rúta mun keyra hópinn á veitingstaðinn og til baka á hótelið að kvöldverði loknum.

Dagur 3. (01. Júlí)
Engar skipulagðar ferðir eru á dagskránni þennan dag og geta gestir skoðað borgina á eigin vegum. Hægt er að fá upplýsingar frá Reykjavík Culture Travel um hvað sniðugt er að gera eins og t.d. heimsækja einn af mörgum spa stöðum borgarinnar.

Dagur 4. (02 Júlí)
Farið í skoðunarferð um Búda, sem er eldri og fjölmennari hluti borgarinnar. Við munum skoða fjölmargar sögufrægar minjar og fá tækifæri til að uppgötva sérstöðu Búda.
Meðal staða sem við munum heimsækja er The Fishermen’s Bastion, lítið virki með útsýni yfir til Pest, Matthiasar kirkjan, eitt af aðaltáknum borgarinnar með sitt litríka keramík þak, The Royal Palace of Buda sem hýsir þjóðarbókasafnið Széchenyi, Ungverska listasafnið og nokkur önnur söfn.
Við munum svo heimsækja Szamos Gourmet House sem er kaffihús, súkkulaðiverslun og verksmiðja þar sem hægt er að fá handgert sælgæti. Verslunin er hönnuð á þann hátt að gestir geta fylgst með framleiðslu á súkkulaði og öðrum sætindum. Aðaltákn verslunarinnar er 2,5m stórt súkkulaðitré sem vegur 220 kg. og stúlka í fullri stærð sem gerð er úr Marsípani.
Að ferðinni lokinni er gestum skilað aftur á hótelið.

Um kvöldið verður svo farið á opnunaratriði óperuhátíðarinnar eða Brothers með Íslensku Óperunni. Boðið er upp á fordrykk fyrir sýningu.
Rúta mun keyra hópinn til og frá óperuhöllinni.

Dagur 5. (03. Júlí)
Skoðunarferð dagsins eru um hinn helming höfuðborgarinnar Pest. Farið verður á hetjutorgið þar sem við sjáum Millenary Monument, Vajdahunyad kastalann, Óperu húsið, the Basilica, Sýnagóga, og alþingishúsið. Við munum einni heimsækja eitt af frægustu kaffihúsunum í Búdapest eða Gerbeaud kaffihúsið. Kaffihúsið var fyrst opnað árið 1858 en Emil Gerbeaud keypti það árið 1990 og hefur leyft gamalli menningu frá upphafsdögunum að halda sér. Innréttingar eru ríkulega búnar, glæsilegir kertastjakar, marmaraborð og göfugir viðarpanel veggir ramma inn glæsilegt en þægilegt andrúmsloft staðarins. Séreinkenni kaffihússins eru kökur eins og Esterházy og Dobos en einnig er það frægt fyrir kremkökur og stórkostlegan ís.
Að ferðinni lokinni er gestum skilað aftur á hótelið.

Fordrykkur fyrir óperu kvöldsins, “Diary of the one who disappeared” með Muziktheater Transparent frá Belgíu.
Rúta mun keyra hópinn til og frá óperuhöllinni.

Dagur 6. (04. júlí)  Brottför

04:00 Akstur á flugvöll
07:05 Brottför flugs til Íslands
09:45 Koma til Íslands

Hægt er að framlengja dvölina og getum við hjá Reykjavík Culture Travel aðstoðað við bókun á hóteli og miða á óperurnar.

Verð frá 310.000 á mann (miðað við tvo í herbergi á 5* hóteli með flugi og fleira)
Verð frá 395.000 (miðað við einstaklingsherbergi á 5* hóteli með flugi og fleira)

Takmarkað sætaframboð, lágmarksþátttaka 12 manns. Verð miðast við gengi og flugverð í janúar 2019.

Fyrir fyrirspurnir og bókanir vinsamlegast hafið samband á netfanginu bookings@reykjavikculturetravel.is eða í síma 519 5110.

Innifalið í pakkanum:
Flug fram og tilbaka með Wizz Air, ferðataska 32kg og handfarangur innifalið.
5 nætur, gisting á 5* hótelinu Sofotel Budapest Chain Bridge með morgunmat.
Allur akstur sem fram kemur í dagskrá
Leiðsögumenn í skoðunarferðum
Dagsferð og vín smökkun
4 rétta hátíðarkvöldverður
2 * hálfsdags skoðunarferðir um Búdapest (stuttir göngutúrar innifaldir)
2 * miðar á óperur
2 * fordrykkur fyrir Óperu
Starfsmenn frá Reykjavík Culture Travel verða á staðnum allan tímann